Fjölmiðlanefnd hefur birt endanlegar upplýsingar um eignarhald 365 miðla ehf. á heimasíðu sinni , en eftir samruna 365 og Tals fer það síðarnefnda með 19,78% hlut í fyrirtækinu. Eigandi Tals er félagið IP fjarskipti en sjóðurinn Auður 1 á 94% hlut í félaginu.

Ekki hafði verið upplýst um eignarhald sjóðsins og kallaði fjölmiðlanefnd eftir upplýsingum þar um í desember síðastliðnum. Nú hefur eigendalistinn verið birtur.

Þar vekur athygli að Kjartan Gunnarsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins, er óbeinn eigendi í  365 miðlum, en hlutur hans í fyrirtækinu sé lítill. Hlutinn á hann í gegnum þriðjungshlut sinn í MBA Capital ehf., sem á 9,71% hlut í félaginu AC eignarhald, sem á svo 10,6% í Auði 1. Á Kjartan því um 0,06% í fyrirtækinu.

Þá á Guðbjörg Matthíasdóttir, einn aðaleigenda Ísfélagsins í Vestmannaeyjum, einnig óbeinan hlut í fyrirtækinu í gegnum félag sitt Fram ehf., en það á 1,82% í AC eignarhaldi. Nemur hlutur hennar í 365 því um 0,035%.

Eignarhald Auðar 1:

AC eignarhald hf., 10,6%. Hlutaskrá AC eignarhalds má nálgast hér .
Lífeyrissjóður verzlunarmanna, 9,4%
Sameinaði lífeyrissjóðurinn, 6,3%
Stapi, lífeyrissjóður, 6,3%
Berlind Björk Jónsdóttir, 6,3%
Monóna ehf., eigandi Ragnheiður Jóna Jónsdóttir, 6,3%
Stafir lífeyrissjóður, 4,7%
Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins, 4,7%
Söfnunarsjóður lífeyrisréttinda, 4,7%
Almenni lífeyrissjóðurinn, 4,7%
Glitnir Eignarhaldsfélag, eigendur kröfuhafar Glitnis banka, 4,7%
Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins, 4,7%
Festa lífeyrissjóður, 3,1%
Lífeyrissjóður Vestmannaeyja, 3,1%
Ingunn Wernersdóttir, 3,1%
Arkur ehf., eigandi Steinunn Jónsdóttir, 3,1%
Hlutdeild, deild Vinnudeilusjóðs SA, 3,1%
Lífeyrissjóður verkfræðinga, 1,6%
Lífeyrissjóður starfsmanna sveitarfélaga, 1,6%
Eignarhaldsfélagið Brunabótafélag Íslands, 1,6%
Erna Gísladóttir, 1,6%
Heiðarlax ehf., eigandi Rudolf Lamprecht, 1,5%
Guðbjörg Edda Eggertsdóttir, 1,2%
KP Capital ehf., eigandi Kristín Pétursdóttir, 0,8%
Jón Sigurðsson, 0,8%
Miðeind ehf., eigandi Vilhjálmur Þorsteinsson, 0,8%