*

laugardagur, 20. júlí 2019
Innlent 28. janúar 2015 12:46

Kjartan og Guðbjörg meðal hluthafa 365

Fjölmiðlanefnd hefur birt upplýsingar um eignarhald 365 miðla.

Ritstjórn
Kjartan Gunnarsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins.
Haraldur Guðjónsson

Fjölmiðlanefnd hefur birt endanlegar upplýsingar um eignarhald 365 miðla ehf. á heimasíðu sinni, en eftir samruna 365 og Tals fer það síðarnefnda með 19,78% hlut í fyrirtækinu. Eigandi Tals er félagið IP fjarskipti en sjóðurinn Auður 1 á 94% hlut í félaginu.

Ekki hafði verið upplýst um eignarhald sjóðsins og kallaði fjölmiðlanefnd eftir upplýsingum þar um í desember síðastliðnum. Nú hefur eigendalistinn verið birtur.

Þar vekur athygli að Kjartan Gunnarsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins, er óbeinn eigendi í  365 miðlum, en hlutur hans í fyrirtækinu sé lítill. Hlutinn á hann í gegnum þriðjungshlut sinn í MBA Capital ehf., sem á 9,71% hlut í félaginu AC eignarhald, sem á svo 10,6% í Auði 1. Á Kjartan því um 0,06% í fyrirtækinu.

Þá á Guðbjörg Matthíasdóttir, einn aðaleigenda Ísfélagsins í Vestmannaeyjum, einnig óbeinan hlut í fyrirtækinu í gegnum félag sitt Fram ehf., en það á 1,82% í AC eignarhaldi. Nemur hlutur hennar í 365 því um 0,035%.

 

Eignarhald Auðar 1:

AC eignarhald hf., 10,6%. Hlutaskrá AC eignarhalds má nálgast hér.
Lífeyrissjóður verzlunarmanna, 9,4%
Sameinaði lífeyrissjóðurinn, 6,3%
Stapi, lífeyrissjóður, 6,3%
Berlind Björk Jónsdóttir, 6,3%
Monóna ehf., eigandi Ragnheiður Jóna Jónsdóttir, 6,3%
Stafir lífeyrissjóður, 4,7%
Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins, 4,7%
Söfnunarsjóður lífeyrisréttinda, 4,7%
Almenni lífeyrissjóðurinn, 4,7%
Glitnir Eignarhaldsfélag, eigendur kröfuhafar Glitnis banka, 4,7%
Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins, 4,7%
Festa lífeyrissjóður, 3,1%
Lífeyrissjóður Vestmannaeyja, 3,1%
Ingunn Wernersdóttir, 3,1%
Arkur ehf., eigandi Steinunn Jónsdóttir, 3,1%
Hlutdeild, deild Vinnudeilusjóðs SA, 3,1%
Lífeyrissjóður verkfræðinga, 1,6%
Lífeyrissjóður starfsmanna sveitarfélaga, 1,6%
Eignarhaldsfélagið Brunabótafélag Íslands, 1,6%
Erna Gísladóttir, 1,6%
Heiðarlax ehf., eigandi Rudolf Lamprecht, 1,5%
Guðbjörg Edda Eggertsdóttir, 1,2%
KP Capital ehf., eigandi Kristín Pétursdóttir, 0,8%
Jón Sigurðsson, 0,8%
Miðeind ehf., eigandi Vilhjálmur Þorsteinsson, 0,8%