*

miðvikudagur, 26. janúar 2022
Fólk 26. apríl 2019 09:22

Kjartan Hreinn aðstoðar Landlækni

Kjartan Hreinn Njálsson hættir sem einn ritstjóra Fréttablaðsins og verður aðstoðarmaður Landlæknis.

Ritstjórn
Skrifstofur Landlæknis verða fluttar í næstu viku frá Barónsstíg vegna myglu í húsinu.
Aðsend mynd

Kjartan Hreinn Njálsson, fráfarandi ritstjóri á Fréttablaðinu, hefur verið ráðinn aðstoðarmaður Landlæknis. Vísir segir frá þessu nú í morgun.

Kjartan sagði starfi sínu lausu fyrr í mánuðinum, en hafði þá ekki ákveðið hvað tæki við. Hann hafi einfaldlega viljað róa á ný mið. Alma Möller, Landlæknir, var skipuð í embættið þann 2. mars á síðasta ári.

Kjartan hóf störf í fjölmiðlun fyrir um 7 árum síðan, en auk þess að vera einn ritstjóra Fréttablaðsins hefur hann gegnt starfi fréttamanns í sjónvarpsfréttum Stöðvar 2, og þar á undan vann hann hjá Vísi.