Kjartan Hreinn Njálsson, einn af ritstjórum Fréttablaðsins, hefur sagt starfi sínu lausu. Vísir greinir frá þessu.

Kjartan hóf fjölmiðlaferil sinn hjá Vísi fyrir um það bil 7 árum síðan. Hann hefur einnig starfað sem fréttamaður í sjónvarpsfréttum Stöðvar 2 en árið 2017 fór hann svo yfir á Fréttablaðið og tók við stöðu aðstoðarritstjóra. Hann hefur svo stöðu gegnt ritstjóra samhliða Ólöfu Skaftadóttur í um það bil eitt ár.

Í samtali við Vísi segir Kjartan að hann hafi litið svo á að nú væri kjörið tækifæri til að róa á ný mið, en nákvæmur áfangastaður liggi þó ekki fyrir. Þá segir hann ekki endanlega liggja fyrir hvenær hann hverfur frá störfum, en það verði líklega í byrjun sumars. Þá tekur hann fram að hann kveðji vinnustaðinn í fullkominni sátt.