Kjartan Már Friðsteinsson, framkvæmdastjóri Banana ehf., hefur selt nær allan eignarhlut sinn í Högum ehf. fyrir 28,4 milljónir króna.

Kjartan seldi 776.468 hluti í félaginu á genginu 36,55 krónur á hlut nú í morgun, samkvæmt tilkynningu til kauphallarinnar , og nema viðskiptin því samtals 28,4 milljónum króna. Eftir viðskiptin á Kjartan 185.171 hlut í félaginu sem metinn er á 6,8 milljónir króna sé miðað við sama gengi.

Í ljósi stöðu sinnar telst Kjartan fruminnherji í fyrirtækinu, en Bananar ehf. er dótturfélag Haga, og voru viðskiptin því tilkynnt til kauphallar.

Samtals nemur velta með hlutabréf Haga 38 milljónum króna það sem af er degi. Hefur gengi félagsins hækkað um 1,37% frá opnun markaða í morgun.