Borgarfulltrúarnir Kjartan Magnússon og Áslaug Friðriksdóttir hafa áhuga á því að leiða lista Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórnarkosningunum næsta vor. Þetta staðfesta þau í frétt mbl.is. Halldór Halldórsson, oddviti flokksins, hefur tilkynnt það að hann hyggist ekki gefa kost á sér áfram.

Áslaug kvaðst hins vegar ekki mjög hrifin af hugmyndinni um leiðtogaprófkjör en leiðtogaprófkjörið fer þannig fram að oddviti flokksins verður kjörinn en í kjölfarið stilli uppstillingarnefnd upp í önnur sæti listans.

Borgar Þór Einarsson, aðstoðarmaður Guðlaugs Þórs Þórðarsonar utanríkisráðherra hefur einnig verið orðaður við framboð. Í samtali við mbl.is , segir Borgar að hann ætli ekki að tjá sig um málið.