Ávöxtunarkrafa á sértryggð skuldabréf útgefin af Íslandsbanka hefur farið lækkandi frá því þau voru tekin til viðskipta í Kauphöll Íslands. Viðskipti hófust með bréfin í síðustu viku og var krafan þá 3,5%. Við upphaf viðskipta í dag hefur krafan lækkað um 35 punkta og er 3,15%. Heildarvelta fyrstu sjö viðskiptadagana er um 180 miilljónir króna, samkvæmt upplýsingum af vef Kauphallar.

Um er að ræða verðtryggð bréf en að baki þeim stendur húsnæðislánasafn. Íslandsbanki er fyrsta fjármálafyrirtækið til þess að gefa út skuldabréf eftir hrun.