Hagnaður Kjörís fyrir árið 2018 nam 12,7 milljónum króna sem er mikill viðsnúningur frá árinu 2017 þar sem tap félagsins nam rúmlega 13 milljónir króna. Rekstrartekjur félagsins breyttust lítilega á milli ára eða um rétt rúmlega 10 milljónir króna.

Hins vegar lækkaði kostnaðarverð seldra vara nokkuð töluvert eða úr 860,9 milljónum krónum niður í 842,4 milljónir króna eða sem nemur rúmlega 20 milljón króna lækkun milli ára. Einnig lækkaði markaðs- og dreifingarkostnaður félagsins töluvert eða frá um það bil 274 milljón krónum í um 258 milljónir.

Eignir félagsins hækkuðu um 1,7% milli ára, frá um 704 milljónum króna, í 716 milljónir og vegur þar þyngst aukning skuldabréfaeigna og annara langtímakrafa og aukning sjóða og bankainnistæða.

Skuldir félagsins stóðu nokkurn veginn í stað í rúmum 298 milljónum króna en aukning á eigið fé nam um 12 milljónum króna, eða 3,1% og því bættist eiginfjár staða félagsins úr 57,5% í 58,4% milli ára.

Valdimar Hafsteinsson er framkvæmdastjóri Kjörís og eigandi þriðjungshlutar, en hluthafar félagsins eru fimm í heildina. Þar af á Laufey Valdimarsdóttir stjórnarformaður í stærsta hlut eða 46,7%, en Aldís Hafsteinsdóttir, Sigurbjörg Hafsteinsdóttir og Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður Samtaka iðnaðarins, eiga hvert um sig 6,7% hlut.