Félag flugvirkja hefur boðað til félagsfundar á mánudaginn. Á fundinum verður kosið um hvort farið verði í verkfall, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Maríus Sigurjónsson, formaður samninganefndar flugvirkja, segir í samtali við Morgunblaðið að flugvirkjar muni standa við gefin loforð og fara ekki í verkfall fyrir 18. júlí. Samningaviðræður gangi hins vegar ekki vel og því sé hann ekki bjartsýnn á framhaldið.

Félagsmenn flugvirkjafélagsins höfðu áður samþykkt verkfall en stjórn félagsins aflýsti því 18. júní sl. þegar lá fyrir að lög yrðu sett á aðgerðirnar.  Þó að félagsmenn samþykki verkfall á mánudaginn getur stjórnin frestað því eða afstýrt.