Kosið verður um hækkun á lágmarkslaunum í fimm ríkjum Bandaríkjanna í almennum kosningum á þriðjudag í næstu viku.

Lágmarkslaun í þessum fimm ríkjum: Alaska, Arkansas, Illinois, Nebraska og Suður-Dakóta, eru á bilinu 6,25 til 8,25 dalir á klukkustund.

Eigendur lítilla fyrirtækja hafa margir sagt að hækki launin muni þeir neyðast til þess að fækka vinnustundum starfsfólks, segja einhverjum upp og hækka verð á vörum sínum, en til stendur víðast hvar að hækka lágmarkslaun í tíu dali.

Tíu önnur ríki hafa ákveðið að hækka lágmarkslaun en í ellefu til viðbótar hafa launin verið hækkuð vegna verðbólgu.