Kosningar um nýtt miðbæjarskipulag Selfossi fóru. Í hádeginu höfðu tæplega 900 manns kosið en til þess að kosningarnar verði bindandi þurfa meira en 29% íbúa að taka þátt. Alls eru um 6.600 íbúar á kjörskrá. Kjörstaðir verða opnir til klukkan 18 í dag.

Nýja skipulagið hefur verið nokkuð umdeilt en samkvæmt því verður ný hús byggð í gömlum stíl. Verkefninu er skipti í tvo áfanga og í þeim fyrri verða þrettán ný hús byggð. Á meðal þeirra er hús sem verður eins og Sigtún, fyrsta kaupfélag Árnesinga og annað sem verður eins og ráðherrabústaðurinn á Þingvöllum. Í síðari áfanganum verða byggð 19 hús og á meðal þeirra er 85 herbergja hótel. Ef skipulagið verður samþykkt af íbúum er áætlað að ljúka framkvæmdum árið 2022.

Uppfært: Ljóst er að nægilega margir tóku þátt til að gera kosninguna bindandi. Klukkan 17 höfðu 40% tekið þátt.