Færri fannst Áramótaskaup RÚV á Gamlársdag jafn skemmtilegt og í hittifyrra. Munurinn er talsverður í könnun MMR, sem kannaði hvað almenningi fannst um skaupið.

Í niðurstöðum könnunarinnar kemur fram að af þeim sem tóku afstöðu til síðasta Áramótaskaups sögðust 32,7% að þeim hafi þótt það gott, borið saman við 64,8% í fyrra. Þar að auki sögðu 47,4% að skaupið 2012 hefði verið slakt, borið saman við 17,2% í fyrra.

Sjálfstæðismenn vorur súrir - stjórnarliðar hlógu meir en í fyrra

Talsverður munur var á viðhorfi fólks skaupsins eftir stjórnmálaskoðunum. Þannig sögðust 49,3% þeirra sem tóku afstöðu og sögðust styðja ríkisstjórnina að þeim hefði þótt skaupið gott, borið saman við 27,4% þeirra sem sögðust ekki styðja ríkisstjórnina. Þá voru ekki nema 23,0% þeirra sem studdu Sjálfstæðisflokkin sem sögðu að þeim hefði þótt skaupið gott og 59,2% þótti það slakt. Mest ánægja með Áramótaskaupið ríkti meðal stuðningsfólks Vinstri grænna. Af þeim sem tóku afstöðu til spurningarinnar sögðu 50,6% að þeim hefði þótt skaupið gott og 23,1% sögðu að þeim hefði þótt skaupið slakt.

Í könnuninni var spurt: „Hvernig fannst þér Áramótaskaupið 2012?“ Svarmöguleikar voru: „Mjög slakt“, „Frekar slakt“, „Bæði og“, „Frekar gott“, „Mjög gott“, „Ég horfði ekki á Áramótaskaupið“ og „Veit ekki/vil ekki svara“. Samtals tóku 98,2% afstöðu (aðrir svöruðu „Veit ekki/vil ekki svara“ eða „Ég horfði ekki á Áramótaskaupið“).

Niðurstöður könnunar MMR