Rétt tæp vika er síðan Sigurður Ingi Jóhannsson, forsætisráðherra og varaformaður Framsóknarflokksins, tilkynnti í beinni útsendingu í fréttum Ríkissjónvarpsins að hann hygðist bjóða sig fram til formanns á flokksþingi Framsóknarflokksins.

Þar með varð ljóst að kosið verður á milli hans og Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, núverandi formanns, á flokksþingi Framsóknarflokksins, sem haldið verður í Háskólabíói um helgina. Formannskjörið fer fram á sunnudaginn og hefst klukkan 11.30.

Í könnun sem Gallup gerði fyrir Viðskiptablaðið, dagana 21. til 28. september, koma fram nokkuð áhugaverðar niðurstöður. Af þeim sem segjast ætla að kjósa Framsóknarflokkinn styðja 52% Sigmund Davíð til áframhaldandi formennsku í flokknum. Sigurður Ingi nýtur stuðnings 37% kjósenda Framsóknarflokksins og Lilja Alfreðsdóttir 11%.

Hins vegar nýtur Sigurður Ingi stuðnings 47,1% þegar allir eru spurðir, Lilja Alfreðsdóttir kemur næst með 25,1%, Sigmundur Davíð mælist með 12,3% þegar allir eru spurðir.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð .