Umrótið í íslensku þjóðfélagi á síðustu árum hefur kallað fram nýjar þarfir og sýn hjá kjósendum sem stjórnmálaflokkar eru ekki almennilega búnir að ná að átta sig á. Þetta segir Hallgrímur Óskarsson, ímyndunar- og samskiptaráðgjafi, aðspurður um niðurstöðu nýafstaðinna alþingiskosninga.

Hallgrímur segir að stór grundvallabreyting á því hvernig kjósendur hugsa sé breytingin frá því að hugsa minna um heildina og meira hver um sig. Þetta hefur að mati Hallgríms breyst mikið síðasta áratug eða svo. Þannig sé hugsun einstaklinga sjálfmiðaðri en áður. „Hver og einn hugsar hlutina út frá sér og skiptir því máli að ramma hlutina inn þannig að sjálfsmiðuð eyrun veiti skilaboðum athygli,“ segir Hallgrímur. „Ef stjórnmálaflokkur vill sem dæmi ná hylli út á það að vilja minnka mengun í andrúmslofti þá hittir það ekki nógu vel í mark að ramma skilaboðin út frá heildinni um að „lækka mengun í andrúmsloftinu“ því kjósandinn skilur ekki nógu vel sinn persónulega ávinning í því.“

Hallgrímur vill þó ekki meina að samfélagsleg málefni séu á undanhaldi, heldur sé þetta spurning um það hvernig skilaboðin séu römmuð inn til að ná eyrumkjósenda.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið hér .