*

þriðjudagur, 20. ágúst 2019
Erlent 21. júlí 2014 16:50

Kjöthneyksli hjá McDonalds og KFC

McDonald's og KFC í Sjanghæ í Kína hafa þurft að skipta um kjötframleiðanda vegna ásakana um úrelt kjöt.

Ritstjórn
Aðsend mynd

Yum Brands og McDonald's í Sjanghæ hafa sagt skilið við kjötframleiðanda eftir að hann var ásakaður um að selja þeim útrunnið kjöt. Yum Brands á meðal annars KFC, Taco Bell og Pizza Hut keðjurnar.

Upp kom skandall þar sem Dragon TV í Sjanghæ uppljóstraði að verið væri að vinna úr kjöti sem er gamalt, útrunnið og hafði jafnvel dottið á gólfið. En þetta er enn eitt hneykslismál sem lætur í ljós erfiðleika í Kína við að viðhalda alþjóðlegum heilbrigðisskilyrðum í matvinnslu.

McDonald's og Yum Brands hafa tilkynnt að þeir munu því ekki kaupa kjöt frá framleiðandanum Shanghai HUSI Food lengur. Shanghai HUSI Food, er rekið i Sjanghæ en er í eigu bandaríska félagsins OSI Group.

Tilkynningin hefur haft áhrif á hlutabréf skyndibitafyrirtækjanna en Yum Brands hlutabréfin féllu um 1,5% og hlutabréf í McDonald's um 0,5%.

Stikkorð: Shanghai McDonald's KFC Yum Brands