*

sunnudagur, 18. ágúst 2019
Innlent 6. ágúst 2013 15:36

Kjötneysla hefur aukist gríðarlega

Neysla á kjöti hefur aukist gríðarlega undanfarna áratugi. Meira er neytt af svínakjöti og fuglakjöti en minna af lambi.

Ritstjórn
Neysla á lambakjöti hefur minnkað.
Aðsend mynd

Kjötneysla hefur aukist verulega á síðustu þremur áratugum ef marka má tölur sem birtar eru í Hagsjá, riti Hagdeildar Landsbankans. Þar kemur fram að kjötneysla hefur aukist um 17 prósent, farið úr 66,5 kílóum á mann í 77,5 kíló. Það er aukning um 11 kíló. 

Kjötneysla náði hámarki í góðærinu 2008 en hún hafi minnkað lítillega síðan. Hagdeild Landsbankans segir að kjötneysla sé viss mælikvarði á fjárhagslegan styrk heimilanna. Athygli veki einnig mikil og nær samfelld minnkun á kindakjötsáti landsmanna sem sé nú innan við 40% af því sem hún var 1983. Í staðinn kemur stóraukin neysla á svínakjöti og fuglakjöti.

 

Neysla á kjöti hefur gjörbreyst síðustu áratugi.