Kjúklingastaðurinn Suðurveri hagnaðist um tæpar 13 milljónir króna í fyrra. Hagnaðurinn eykst því milli ára en hann nam um 12 milljónum árið 2015.

Eigendur fyrirtækisins eru Jón Eyjólfsson og Guðrún Hermannsdóttir en þau eiga hvor um sig 50% eignarhlut í félaginu. Í ársreikningi veitingastaðarins kemur fram að arðgreiðsla ársins 2016 hafi verið um 1.3 milljónir króna.

Rekstrartekjur félagsins jukust um 11,5 milli ára eða úr rúmum 122 milljónum króna í tæpar 136 milljónir. Á sama tíma jukust veltufjármunir félagsins einnig mikið eða úr 11 milljónum í tæpar 39 milljónir. Þar að auki jukust langtíma skuldbindingar fyrirtækisins einnig úr 12 millj­ónum króna í 26 milljónir.