Silvio Berlusconi, fyrrverandi forsætisráðherra Ítalíu, lét vændiskonur klæða sig upp í gervi Barack Obama, forseta Bandaríkjanna, og saksóknara sem herjað hefur á hann í gegnum tíðina, í svallveislu sem hann hélt í höll sinni rétt utan við Mílanó-borg fyrir þremur árum. Berlusconi er m.a. gefið að sök að hafa haft þar mök við vændiskonu frá Marokkó undir lögaldri.

Þetta er á meðal þess sem fram hefur komið í réttarhöldum í máli þriggja aðstoðarmanna Berlusconis en þar ber m.a. vændiskonan vitni. Mönnunum er gefið að sök að hafa boðið vændiskonunum í svallið. Að sögn AP-fréttastofunnar hefur bæði Berlusconi og vændiskonan hafa neitað því að þau hafi haft mök.

Silvio Berlusconi var forsætisráðherra á Ítalíu þrisvar sinnum frá árinu 1994. Hann hrökklaðist úr valdastólnum síðla árs 2011 eftir að ráðamenn evruríkjanna húðskömmuðu hann fyrir slóðaskap í ríkisfjármálum.