Dönsku neytendasamtökin Tænk hafa vísað meintri villandi markaðssetningu flugleitarsíðunnar Dohop til dönsku neytendastofunnar. Túristi greinir frá þessu .

Þessi meinta villandi markaðssetning felur það í sér að á forsíðu íslensku og erlendu vefsíðna Dohop er það fullyrt að leitarvélin finni lægsta verðið eða besta tilboðið. Leitarvélin stendur hins vegar ekki undir þessu samkvæmt Tænk.

Davíð Gunnarsson, framkvæmdastjóri Dohop, segir í svari til Túrista, að þessi kvörtun hafi komið fyrirtækinu á óvart. Hann segist geta tekið undir að Dohop ætti í raun ekki að lofa því að finna lægsta verðið. „Það er eitthvað sem engin leitarvél getur staðið undir og við höfum nú þegar gert þær breytingar sem nauðsynlegar eru til að fjarlægja þessa,” segir Davíð við Túrista.