Klakki ehf. hefur selt allan eignarhlut sinn í VÍS, eða rúmlega 374 milljónir hluta. Þetta kemur fram í tilkynningu til Kauphallar Íslands. Kaupverðið nemur um 3.130 milljónum krónum miðað við gengi hlutabréfa VÍS í dag.  Fyrir viðskiptin átti Klakki um 15,8% hlut í félaginu.

Fyrr í mánuðinum seldi Klakki 200 milljónir hluta í félaginu fyrir um 1.660 milljónir króna.

Klakki ehf er eignarhaldsfélag í eigu íslenskra og erlendra fjármálastofnana og lífeyrissjóða, en félagið hét áður Exista. Skipt var um nafn á félaginu á hluthafafundi árið 2011. Klakki á einnig 100% hlutafjár í Lýsingu.