Eignarhaldsfélagið Klakki ehf. hefur sett VÍS, stærsta tryggingafélag landsins, í söluferli. Fyrirtækjaráðgjöf Arion banka hefur umsjón með söluferlinu en ekki hefur verið ákveðið hvort félagið verður skráð á markað.

„Skráning á markað er sannarlega einn þeirra kosta sem höfum til skoðunar,“ segir Magnús Scheving Thorsteinsson, forstjóri Klakka. „En ákvörðun um það nákvæmlega hvernig sölunni verður háttað liggur ekki fyrir.“

Í tilkynningi Klakka og Arion banka vegna sölunnar segir bæði til skoðunar að selja félagið í heilu lagi eða skrá það í kauphöll og selja í dreifða eigu fjárfesta.

Nánar er fjallað um sölu VÍS í Viðskiptablaðinu sem kemur út á morgun. Þar má einnig finna ítarlegt viðtal við Sigrúnu Rögnu Ólafsdóttur, forstjóra félagsins, þar sem hún ræðir rekstur félagsins, samkeppni á íslenskum tryggingamarkaði og mögulega skráningu VÍS á markað.

Á meðal annars efnis í blaðinu er :

  • 365 miðlar gerðu tilboð í keppinaut
  • Breytingar á eignarhaldi Einkamál.is
  • Stjórnarformaður Icelandair telur kaupverð flugféla ekki vera innherjaupplýsingar
  • Fjármálaeftirlitið gerir hærri eiginfjárkröfur til stóru bankanna
  • Sigur Íslands í Icesave-málinu hefði lítil áhrif, en tap gæti hins vegar haft ófyrirsjáanlegar afleiðingar
  • Stefnir hefur lokið fjármögnun á nýjum framtakssjóði.
  • Nordic Photos hefur samið við lánadrottna en þarf á nýju hlutafé að halda
  • Krónprinsinn af Abu Dhabi hætti við fjárfestingu í Hörpuhóteli
  • Fólksflutningar frá landinu dragast saman, en landsbyggðarfólk heldur áfram að flytja úr landi
  • Vestmannaeyjabær ætlar í hart við Samherja
  • Hagnaður Haga í haust var undir væntingum
  • Tæknigúrúinn John McAfee hegðaði sér eins og illmenni í Bond-mynd
  • Óðinn skrifar um sjálfbærni í ríkisrekstri
  • Viðskiptablaðið birtir lista yfir þau fyrirtæki sem skiluðu bestu og verstu afkomunni árið 2011
  • Sigrún Ragna Ólafsdóttir, forstjóri VÍS, ræðir um vátryggingageirann í ítarlegu viðtali
  • Nýr Auris frá Toyota tekinn í reynsluakstur
  • Food & Fun hátíðin verður haldin í tólfta sinn í ár
  • Veitingastaðurinn Fiskifélagið gagnrýndur
  • Viðmælendur tjá sig um hvaða lönd er leiðinlegast að heimsækja
  • Útgefandi Alias-spilsins farinn í þrot
  • Óttar Pálsson, lögmaður, var virkur í félagsmálum á yngri árum, en einbeitir sér nú að vinnu og fjölskyldu
  • Huginn & Muninn eru á sínum stað auk Týs sem fjallar um kökubakstur Katrínar Jakobsdóttur
  • Myndasíður, pistlar og margt, margt fleira