Samhjálp hélt upp á 40 ára afmæli á fimmtudag í síðustu viku í samkomusal félagsins í Stangarhyl. Þar var margt góðra gesta sem gæddi sér á súpu og þarnæst á köku í tilefni dagsins. Fyrir utan kaffiboð hélt félagið tónlistarveislu langt fram á kvöld.

Samhjálp var formlega stofnað 31. janúar 1973, á afmælisdegi Einars Gíslasonar sem þá var prestur í Fíladelfíu, en hann ásamt frumherjanum Georg Viðar settu þá á fót líknarfélag sem átti að styðja við bakið á þeim sem höfðu orðið undir í lífinu sökum áfengis- eða vímuefnaneyslu.

Þeir settu á fót meðferðarheimili að Hlaðgerðarkoti í Mosfellsdal og opnuðu súpueldhús og gistiskýli sem enn eru opin. Hefur starfsemin vaxið og dafnað á þeim tíma sem liðinn er frá stofnun.

Vörður Leví Traustason, prestur Fíladelfíu, ávarpar gesti á 40 ára afmæli Samhjálpar þann 31.01.13.
Vörður Leví Traustason, prestur Fíladelfíu, ávarpar gesti á 40 ára afmæli Samhjálpar þann 31.01.13.
© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)
Vörður Leví Traustason, prestur Fíladelfíu, ávarpar gesti.

Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra, Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra og Hr. Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands á 40 ára afmæli Samhjálpar þann 31.01.13.
Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra, Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra og Hr. Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands á 40 ára afmæli Samhjálpar þann 31.01.13.
© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)
Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra, Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra og Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, mættu til veislunnar.

Sr. Hjálmar Jónsson dómkirkjuprestur, og sr. Hreinn Sk. Hákonarson fangaprestur, á 40 ára afmæli Samhjálpar þann 31.01.13.
Sr. Hjálmar Jónsson dómkirkjuprestur, og sr. Hreinn Sk. Hákonarson fangaprestur, á 40 ára afmæli Samhjálpar þann 31.01.13.
© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)
Séra Hjálmar Jónsson dómkirkjuprestur og Hreinn Sk. Hákonarson fangaprestur.

Guðni Páll Viktorsson kajakræðari ávarpar gesti á 40 ára afmæli Samhjálpar þann 31.01.13. Guðni Páll hyggst róa á kajak hringinn í kringum landið í vor til styrktar Samhjálp.
Guðni Páll Viktorsson kajakræðari ávarpar gesti á 40 ára afmæli Samhjálpar þann 31.01.13. Guðni Páll hyggst róa á kajak hringinn í kringum landið í vor til styrktar Samhjálp.
© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)
Guðni Páll Viktorsson kajakræðari ávarpar gesti.

Einar K. Guðfinnsson þingmaður og Björk Vilhelmsdóttir borgarfulltrúi á 40 ára afmæli Samhjálpar þann 31.01.13.
Einar K. Guðfinnsson þingmaður og Björk Vilhelmsdóttir borgarfulltrúi á 40 ára afmæli Samhjálpar þann 31.01.13.
© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)
Einar K. Guðfinnsson þingmaður og Björk Vilhelmsdóttir borgarfulltrúi.

Mike og Sheila Fitzgerald, eigendur útvarpsstöðvarinnar Lindin, á 40 ára afmæli Samhjálpar þann 31.01.13.
Mike og Sheila Fitzgerald, eigendur útvarpsstöðvarinnar Lindin, á 40 ára afmæli Samhjálpar þann 31.01.13.
© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)
Mike og Sheila Fitzgerald, eigendur útvarpsstöðvarinnar Lindin.