*

föstudagur, 17. september 2021
Fólk 4. september 2017 10:40

Klara Íris nýr forstöðumaður

Klara Íris Vigfúsdóttir hefur verið ráðin forstöðumaður flugfreyja og flugþjóna hjá Icelandair.

Ritstjórn

Klara Íris Vigfúsdóttir hefur verið ráðin forstöðumaður flugfreyja og flugþjóna hjá Icelandair. Starfið er á flugrekstrarsviði Icelandair og felst meðal annars í að stýra starfsmannamálum flugfreyja og -þjóna, öryggismálum um borð auk framkvæmdar á allri þjónustu um borð í flugvélum félagsins. Þetta kemur fram í tilkynningu frá flugfélaginu.

Klara sem er með B.Sc. í viðskiptafræði starfaði í sumarafleysingum í flugdeild Icelandair og sem flugfreyja. Hún starfaði síðar á markaðssviði Landsbankans á árunum 2006-2011 og sem framkvæmdastjóri ÍMARK á árunum 2013-2015. Hún starfaði þá við flugrekstur sem aðstoðarmaður forstjóra Iceland Express og framkvæmdastjóri Express ferða og síðar sem  á árunum 2011-2013. Þá var Klara forstöðumaður hjá Úrval / Útsýn árin 2015-2017.

Klara er gift Guðmundi Inga Haukssyni verkfræðingi og eiga þau þrjá syni, en Klara á jafnframt tvö stjúpbörn.