Þótt skuldatryggingaálagið á íslensku bankana hafi lækkað mikið og sé til að mynda komið um eða undir 200 punkta hjá Landsbanka, eru nær engar líkur á að íslensku bankarnir geti hlaupið til og gefið út skuldabréf alveg á næstunni á kjörum sem eru í takt við álagið.

Til þess þarf að komast meiri stöðugleiki á skuldatryggingaálagið enda ekki ýkja langt síðan allt var í reynd í uppnámi á þeim vígstöðvum og það tekur vitaskuld tíma að endurvekja traust.

Og raunar líklegra til skamms tíma litið að þeir muni halda áfram að sækja sér fé með öðrum hætti, t.d. með sölu til einkafjárfesta.

Léttara yfir mönnum

Hitt er þó deginum ljósara að ástandið hefur batnað mjög mikið frá því það var verst í lok mars og byrjun apríl og tónninn er líka miklu jákvæðari í íslenskum bankamönnum, þótt hann sé að vísu misjafnlega jákvæður eins og gefur að skilja enda hefur sjaldan verið meiri munur hlutfallslega á milli íslensku bankanna í skuldatryggingaálaginu.

_____________________________________

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu í dag. Áskrifendur geta lesið blaðið á pdf-formi hér á vefnum. Þeir áskrifendur sem ekki hafa sótt um aðgangsorð til að lesa blaðið á vefnum geta gert það hér .