Klasar hafa sprottið upp eins og gorkúlur á undanförnum árum og klasahugtakið hefur verið mjög áberandi í þjóðfélagsumræðunni. Gildir þá einu hvort viðskipti eða stjórnsýsla eru til umræðu, menntamál, byggðastefna eða borgarskipulag. Breið samstaða virðist vera um ágæti og gagnsemi klasa og klasamyndun er ofarlega á aðgerðarlista þeirra sem vinna að stefnumótun fyrir atvinnuvegi, landshluta, fyrirtæki eða stofnanir.

Það er til marks um hve rótgróið hugtakið er orðið að fyrir Alþingi liggur nú þingsályktunartillaga um mótun klasastefnu. Samhliða hefur ríkisstjórnin skipað starfshóp með það hlutverk að móta þessa opinberu stefnu sem skv. tillögunni á að fela í sér „fyrirkomulag um hvernig hið opinbera efli stoðkerfi atvinnulífsins á landsvísu í samvinnu við atvinnulífið, rannsóknar- og menntastofnanir, sveitarfélögin og aðra hagsmunaaðila sem málið snertir“

Vinsældirnar eru ótvíræðar en stendur árangurinn undir þeirri miklu trú sem menn hafa á klasastefnunni?

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir Tölublöð , aðrir geta skráð sig í áskrift hér