Klasi fasteignir ehf. hefur undanfarin misseri unnið að endurfjármögnun félagsins og er þeirri vegferð nú lokið. Klasi fasteignir í samstarfi við KLS fagfjárfestasjó í rekstri Stefnis hf. lauk þann 20. febrúar s.l. útgáfu 5,7 milljarða eignavarinna skuldabréfa.

Útgáfan er verðtryggð til 30 ára, ber 4,2% vexti og er varin með fasteignasafni Klasa fasteigna. Skuldabréfin verða skráð í Kauphöll Íslands, Nasdaq OMX Iceland. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá félaginu í dag.

Klasi var stofnaður í maí 2004. Frá upphafi hefur félagið stefnt að því að vera leiðandi á sviði fasteignareksturs og fasteignaþróunar á Íslandi. Félagið hefur nú lokið endurfjármögnun á tekjuberandi eignasafni sínu sem samanstendur af um 28.500 m2 af atvinnuhúsnæði að virði um 8,3 milljarða króna.  Auk þess hefur Klasi fjárfest í fasteignum og lóðum til þróunar sem samhliða endurfjármögnun hafa verið seldar til systurfélaga Klasa fasteigna ehf. Meðal þróunarverkefna þá ber helst að nefna uppbyggingu í miðbæ Garðabæjar þar sem gert er ráð fyrir allt að 88 nýjum íbúðum og um 2.600 m2 af verslunar- og þjónustuhúsæði auk bílakjallara. Áformað er að framkvæmdir hefjist á vormánuðum.