C-bíllinn hjá Benz er mest seldi bíllinn í safni þeirra enda sá bíll sem flestir kaupendur Benz kynnast fyrst. Að því leytir er þetta mikilvægur bíll fyrir Benz sem hefur áttað sig á því á ný. Fyrir ári kom fjórða kynslóð af þessum áhugaverða bíl og margir hafa haft mikla ánægju af honum nú þegar. Sem fyrr er boðið upp á afturhjóladrif og fjórar vélagerðir, tvær bensínvélar og tvær dísilvélar. Þá er bíllinn boðinn í þremur gerðum.

Styrkleiki Benz er ekki síst sá að vegna langrar sögu getur félagið boðið upp á gríðarlega fjölbreytt safn gerða og véla. Cbíllinn er t.d. fáanlegur í þremur búnaðarútfærslum; Classic, Elegance og Avantgarde og var hann hér reyndur í Elegance- útfærslu en Classic-gerðin kemur síðar. C-bíllinn kom fyrst á markað 1993 og er núverandi gerð því af fjórðu kynslóð eins og áður sagði en C-bíllinn leysti á sínum tíma af hólmi 190-bílinn sem var líklega ekki það besta sem komið hefur úr smiðju Benz. C-bíllinn var þannig veruleg framför á sínum tíma og óhætt að segja að kynslóðabreytingin nú lofi góðu.

_______________________________________

Nánar er fjallað um málið í sérblaði um bíla sem fylgir með Viðskiptablaðinu í dag. Áskrifendur geta lesið blaðið á pdf-formi hér á vefnum. Þeir áskrifendur sem ekki hafa sótt um aðgangsorð til að lesa blaðið á vefnum geta gert það hér .