Mistök urðu hjá norræna risabankanum Nordea í Noregi í dag þegar uppgjör á öðrum ársfjórðungi var birt. Svipta átti hulunni af uppgjörstölunum á morgun en ekki í dag. Viðskipti voru stöðvuð með hlutabréf bankans í kauphöllum á Norðurlöndunum þegar málið komst upp.

Upplýsingafulltrúi Nordea í Noregi sagði í samtali við netútgáfu danska viðskiptablaðsins Börsen um mannleg mistök að ræða.

Samkvæmt uppgjörinu sem birtist í morgun nam rekstrarhagnaður Nordea 1.565 milljónum norskra króna, jafnvirði 32 milljarða íslenskra króna. Til samanburðar nam hann 1.270 milljónum norskra króna á sama tíma í fyrra.