Mismikil umfjöllun um konur og karla í fjölmiðlum (eða sem heimild eða viðmælendur) er sígilt athugunarefni. Vilhjálmur Þorsteinsson, fjárfestir og Íslandsmeistari í skrafli, hefur fengist við íslenska orðtöku og málgreiningu á vefnum, einkum af fréttavefjum, en hefur einnig greint kyn þeirra, sem fyrir koma í textanum.

Miðlarnir eru mjög á eina lund, konur eru um 25-30% af þeim sem um er fjallað (hvert nafn er aðeins talið einu sinni í hverri frétt), en miðgildi kvenna í þessum miðlum öllum er 28,2%. Jafnvel í sjálfu Kvennablaðinu slefa konurnar ekki nema rétt yfir 40%. Sem aftur kann að vera vísbending um að kynjahallinn liggi ekki endilega í miðlunum, heldur annars staðar.