Fjórir af hverjum tíu landsmönnum eru sáttir við skuldaniðurfellingaraðgerðir ríkisstjórnarinnar. Þetta kemur fram í nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins.

Samkvæmt niðurstöðum könnunarinnar voru 41% svarenda sáttir við aðgerðina, 32% voru ósáttir, 22% voru óákveðnir og 5% kusu að svara ekki. Sé aðeins horft til þeirra sem tóku afstöðu voru 56% sáttir við aðgerðina en 44% ósáttir.

Þá sýna niðurstöðurnar einnig að 95% þeirra sem kusu Framsóknarflokkinn voru sáttir við aðgerðirnar, en hlutfallið hjá kjósendum Sjálfstæðisflokksins var 84%.

Könnunin var framkvæmd á dögunum 12. og 13. nóvember. Hringt var í 1.244 manns eða þar til náðst hafði í 800 manns. Svarhlutfall var 64,3%.