*

þriðjudagur, 25. júní 2019
Erlent 20. maí 2013 09:20

Klósettpappírskortur í Venesúela

Vöruskortur birtist í ýmsum myndum. Það er ekki mikil ánægja með skort á klósettpappír í Venesúela.

Ritstjórn
Aðsend mynd

Það er meðal annars skortur á klósettpappír í Venesúela um þessar mundir samkvæmt frétt Bloomberg um ástandið þar. Viðskiptaráðherra landsins, Alejandro Fleming, segir ástæðuna ekki vera skortur á framleiðslu heldur óhófleg eftirspurn sem heufr útleyst hræðslukaup á klósettpappír vegna fjölmiðlaumfjöllunar. Ríkisstjórnin ætlar að sjá til þess að um 50 milljón rúllur fari í verslanir til að fullnægja þörfum markaðarins en að sögn Fleming er eftirspurn í hverjum mánuði um 125 milljón rúllur.

Það er skortur á gjaldeyri sem gerir það að verkum að skortur eru á ýmsum vörum í landinu. Seðlabankinn í Venezúela heldur vísitölu fyrir skort og hækkaði hún um 21,3% í síðasti mánuði. Hún hefur því náð sínu hæsta gildi síðan mælingar hófust í apríl 2009. Verðbólga hefur einnig aukist mikið og hækkaði verðlag um 4,3% á milli mánaða. 

Forseti landsins Nicolas Maduro sem tók við af Hugo Chavez hefur að undanförnu fundað með stærstu matvælaframleiðslufyrirtækjum landsins sem eru í einkaeigu til að reyna að koma í veg fyrir skort á neysluvörum. Þak á vöruverð hefur nefnilega gert það að verkum að framleiðsla hefur dregist saman í landinu. Þá hefur Maduro lofað að endurvekja dollarauppboð landsins.

25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is