Málstaður kóreska farsímaframleiðandans Samsung í dómsmáli gegn Apple sigldi í strand í gær, eða hættulega nærri skerinu að minnsta kosti. Apple höfðaði málið gegn Samsung og heldur því fram að útlitsleg hönnun android spjaldtölvu Samsung sé of lík hönnun iPad spjaldtölvu Apple.

Samsung hefur neitað þessum ásökunum, en þegar dómari í Bandaríkjunum spurði lögmann Samsung hvort hann gæti þekkt tölvurnar í sundur svaraði lögmaðurinn því við að hann gæti það ekki „úr þessari fjarlægð“. Eftir smástund gat þó annar lögfræðingur í Samsung teyminu þó gefið rétt svar, en ekki er hægt að líta svo á að málstaður Samsung hafi styrkst mjög við þetta.