Í nýlegri sviðsmyndagreiningu KPMG um losun fjármagnshafta eru dregnar upp fjórar mismunandi aðstæður sem gætu legið fyrir vegna afnáms þeirra. Þar er í raun litið til tveggja þátta: Hraða við afnám hafta og hvort það sé samdráttur í helstu viðskiptalöndum okkar. Engin þessara fjögurra sviðsmynda er sársaukalaus að mati skýrsluhöfunda en þeir leggja til að hratt losunarferli sé heppilegasta leiðin úr fjármagnshöftum hvort sem samdráttur eða hagvöxtur er hjá helstu viðskiptalöndum okkar.

Ástæðan er sú að þótt stöðugleiki muni ríkja til skamms tíma með hægu losunarferli þá er líklegt að fyrirtæki muni í auknum mæli flytja úr landi auk þess sem minni nýliðun muni eiga sér stað til langs tíma. Töluverð óvissa ríkir hins vegar um afleiðingar við losun hafta, hvort sem ferlið er hratt og hægt en blikur eru á lofti um að aukin þensla í hagkerfinu gæti þegar fram í sækir.

Að sögn Svanbjarnar Thoroddsen, hluthafa hjá KPMG, er ekki hægt að segja til um það nákvæmlega hvenær við erum farin að renna út á tíma í losunarferlinu.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast tölublaðið hér að ofan undir liðnum Tölublöð .