Bandaríska fyrirtækið Kmart tilkynnti í gær það hygðist kaupa fyrirtækið Sears, Roebuck & Co. fyrir um 11 milljarða dollara. Kmart er áttunda stærsta verslunarkeðjan í Bandaríkjunum og Sears sú fimmta stærsta, en sameinað félag yrði þriðja stærsta verslunarkeðja landsins á eftir Wal-Mart og Home Depot. Gengi beggja félaga hækkaði verulega í kjölfar tilkynningarinnar, Kmart hækkaði um 16% og Sears um 21%. Velta sameinaðs félags yrði um 55 milljarðar dollara á ári, samtals um 3.500 verslanir.

Kmart átti í miklum rekstrarerfiðleikum og sótti um greiðslustöðvun snemma árs 2002 en skilaði hagnaði uppá 553 milljónir dollara á þriðja ársfjórðungi þessa árs.