Í lok maí var greint frá því að ríkisskattstjóri boðaði aðgerðir í skattamálum gagnvart íþróttafélögum landsins. Til að mynda hefur ríkisskattstjóri gert athugasemdir við samstarfssamninga sem þá ekki bera virðisaukaskatt. Einnig að leikmenn séu verktakar en ekki launamenn.

Jón Rúnar Halldórsson, formaður knattspyrnudeildar FH, segir að innan íþróttahreyfingarinnar vilji menn almennt fara eftir þeim lögum sem þeim er sett. „Það er klárt að vegna óvandaðrar umræðu hefur það loðað við, sérstaklega fótboltann þar sem peningagreiðslur eru mestar innan íþróttahreyfingarinnar, að kaffið hafi ekki verið með miklum sykri, hvað þá heldur mjólk, að þetta sé að miklu leyti algjörlega svart. Það má vera að þetta hafi verið svo hér í „denn“ en þetta hefur breyst gríðarlega undanfarin ár enda drekka allir latte í dag.

Hann segir að það megi að stórum hluta þakka leyfiskerfi UEFA. Félög í efstu og fyrstu deild að gangast undir þetta kerfi og því fylgi gríðarlegt aðhald á félögin, sem þurfi að vera með allt uppi á borði.

„Skatturinn er að horfa til þessara félaga og skoða hvort við séum að gera þetta eftir bókinni. Þeir hafa tjáð sig opinberlega um að þeim sýnist ekki allt vera eftir bókinni hjá okkur og að eitt og annað sé athugunarvert. Menn eru ekki endilega sammála því. Félögin senda þeim umbeðin gögn, svo kemur einhver niðurstaða. Ég er alveg klár á því að félögin eru ekki að brjóta af sér, algjörlega sannfærður um það. En það þarf auðvitað til framtíðar litið að koma einhverju kerfi á þetta og þá til hagsbóta fyrir félögin,“ segir Jón Rúnar.

Ítarlegt viðtal er við Jón Rúnar í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið hér .