Lionel Messi, leikmaður Barcelona, og faðir hans greiddu spænskum skattyfirvöldum rúmar fimm milljónir evra í sáttargreiðlu, rúmlega 800 milljónir króna, vegna rannsóknar skattyfirvalda á þeim.

Feðgarnir eru sakaðir um að hafa skilað inn ófullnægjandi skattskýrslum á árunum 2006-2009 auk þess að hafa vantalið tekjur með því að færa þær í félag í Úrúgvæ.

Messi hefur neitað sök en lögfræðingar og endurskoðendur hans ráðlögðu honum að fallast á sáttina.

Messi er 10 launahæsti íþróttamaður heims samkvæmt bandaríska viðskiptatímaritinu Forbes, með um 40 milljónir evra á ári, um 6,5 milljarða króna, í tekjur frá félagi sínu og vegna samninga við styrktaraðila.