Opnuð hafa verið tilboð í niðurrekstur stálþils og frágang á steyptum kanti ásamt uppsetningu á pollum, stigum og þybbum við nýtt athafnasvæði Bíldudalshafnar. Tilboðin voru opnuð samtímis á skrifstofu Vesturbyggðar og skrifstofu Siglingastofnunar Íslands. Lægsta tilboð kom frá K.N.H. ehf., með 42.401.600 kr. eða 88,7% af kostnaðaráætlun Siglingastofnunar, sem hljóðaði uppá 47.757.600 kr.

Næstlægstur var Guðlaugur Einarsson ehf. með 42.825.700 kr. eða 89,6%.
Þvínæst komu EK-vélar ehf. með 49.317.000 kr. eða 103,2% af kostnaðaráætlun. K.N.H. ehf. hafa unnið að fyrri hluta hafnarsvæðisins sem, eða landfyllingunni sjálfri, og er henni nú nánast lokið.