Félagið Knitting Iceland ehf. var tekið til gjaldþrotaskipta með úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur 19. mars síðastliðinn. Skiptastjóri hefur verið skipaður yfir þrotabúiðnu og auglýsti hann eftir kröfum í búið í Lögbirtingablaðinu í vikunni. Prjónakonan Ragnheiður Eiríksdóttir hjúkrunarfræðingur stofnaði Knitting Iceland árið 2009.

Stefnan var sett á að skipuleggja námskeið og kynningu á íslensku handverki og bjóða erlendum ferðamönnum upp á prjónaferðir til Íslands. Þá gaf Ragnheiður gaf út mynddiskinn Prjónum saman. Þetta var fyrsti íslenski prjónakennsludiskurinn. Eitt af síðustu verkum Knitting Iceland var að gefa Jóni Gnarr borgarstjóra jólalopapeysu fyrir síðustu jól.

Ragnheiður vildi ekki tjá sig um málið í samtali við Viðskiptablaðið en sagði að verið væri að ganga frá málinu.