Körfuboltastjarnan Kobe Bryant, sem lagði nýlega skónna á hilluna, hefur stofnað fjárfestingarsjóð ásamt frumkvöðlinum Jeff Stibel. Þetta kemur fram á vef Wall Street Journal.

Sjóðurinn sem gengur undir nafninu Bryant Stibel, mun á næstu árum fjárfesta fyrir 100 milljónir Bandaríkjadali. Saman munu þeir einbeita sér að tækni og fjölmiðlum, auk fyrirtækja sem sérhæfa sig í gagnavinnslu.

Félagarnir hafa nú þegar fjárfest í rúmlega 15 fyrirtækjum, en þetta er í fyrsta sinn sem þeir ákveða að stofna saman félag. Meðal fyrirtækjanna sem þeir hafa fjárfest í, eru The Players Tribune, Scopely og LegalZoom hvað þekktust.