Thor Thors og samstarfsmenn hans kynntu hugmynd þeirra um miðlunarkerfi fyrir íslenskum banka í ársbyrjun 2009 og ákvað bankinn að veita þeim aðstöðu til að klára frumútgáfu af kerfinu, en til þess höfðu þeir einn mánuð.

„Við fengum lítið fundarherbergi, fjórar tölvur og einn mánuð til að smíða þessa frumútgáfu af kerfinu. Við vorum þarna alla daga, langt fram eftir kvöldi og um allar helgar. Á sama tíma var búsáhaldabyltingin í fullum gír og það var sérstakt að vera að smíða verðbréfakerfi við þær aðstæður. Þrátt fyrir að hlutabréfamarkaðurinn hafi hrunið tók skuldabréfamarkaðurinn við sér ansi hressilega og við vorum því vissir um að þrátt fyrir allt yrði markaður fyrir svona kerfi,“ segir Thor.

Við lögðum mikla áherslu strax á að rekjanleiki viðskipta yrði tryggður í kerfinu og að allar kröfur Mifid-reglnanna yrðu uppfylltar. Þetta var það sem við vissum að menn myndu leggja áherslu á. Á þessum eina mánuði náðum við að klára frumútgáfuna og kynntum hana fyrir stjórnendum í bankanum og sem betur fer ákváðu þeir að styðja áfram við okkur í verkefninu. Eftir það kynntum við kerfið fyrir fleiri aðilum og tóku þeir allir vel í það að styðja við nýtt íslenskt hugbúnaðarfyrirtæki og þannig tókst okkur að byggja fyrirtækið upp.“

Ítarlegt viðtal við Thor er í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast hér .