Háværar raddir voru í gær um að hinn 131 ára myndavéla- og filmuframleiðandi Kodak myndi sækja um gjaldþrotavernd samkvæmt kafla 11 (Chapter 11).

Wall Street Journal flutti frétt af því að stjórn Kodak hafi fengið lögfræðistofuna Jones Day til að meta hvort sækja ætti um gjaldþrot.

Kodak neitaði þessari frétt og öðrum sama efnis en hlutabréf félagsins hrundu við fréttirnar. Lækkuðu bréf Kodak um 53% í gær.

Kodak
Kodak
© Gunnhildur Lind Photography (Gunnhildur Lind Photography)