Gamli risinn Eastman Kodak tapaði 1,38 milljörðum dala í fyrra, andvirði um 175 milljarða íslenskra króna. Var tapið árið 2012 nær tvöfalt það tap sem fyrirtækið skilaði árið 2011. Fyrir um ári síðan fór fyrirtækið í greiðslustöðvun sem nýtast ætti til að endurskipulegga reksturinn. Var það m.a. gert með því að færa fyrirtækið alfarið út úr filmuframleiðslunni og með því að selja einkaleyfi Kodak.

Markmiðið nú er að einbeita sér að sterkasta geira fyrirtækisins, stafrænni prentun. Gert er ráð fyrir því að fyrirtækið komi úr greiðslustöðvun um mitt þetta ár og að reksturinn verði sjálfbær á þeim tímapunkti.