*

miðvikudagur, 17. júlí 2019
Innlent 10. desember 2013 11:46

Kóði kaupir Kelduna

Hugbúnaðarfyrirtækið Kóði hefur keypt allt hlutafé í upplýsingaveitunni Keldunni. Á meðal stórra hluthafa var Bjarni Ármannsson.

Guðni Rúnar Gíslason

Hugbúnaðarfyrirtækið Kóði festi nýverið kaup á öllu hlutafé í Keldunni ehf. Keldan rekur meðal annars samnefndan vef sem er sérsniðin upplýsingaveita fyrir íslenskt fjármála- og viðskiptalíf. Einnig rekur Keldan Vaktarann.is sem býður upp á net og fjölmiðlavakt til að fylgjast með og greina fréttir og umræðu. Vaktarinn var keyptur af Clöru sumarið 2012.

Thor Thors, framkvæmdastjóri Kóða, segir fyrirtækið geta minnkað kostnað með samruna þessara tveggja fyrirtækja. „Við sjáum mikil samlegðaráhrif í yfirbyggingu og við höfum verið að kaupa öll þessi gögn sem eru á Keldunni. Þess vegna getum við dregið mikið úr kostnaði,“ segir Thor sem telur Kóða einnig geta bætt þjónustu Keldunnar eftir því sem á líður.

Keldan var áður að stærstum hluta í eigu þeirra Halldórs Friðriks Þorsteinssonar, stofnanda H.F. Verðbréfa, og Bjarna Ármannssonar. Bjarni kom inn í hluthafahópinn sumarið 2012 þegar hann reiddi fram 20 milljónir króna í hlutafjáraukningu. Þeir áttu 44% hlut hvor í árslok 2012 samkvæmt ársreikningi Keldunnar. Keldan var rekin með tæplega 15 milljóna króna tapi á því ári.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið hér að ofan undir liðnum tölublöð.

Stikkorð: Keldan Bjarni Ármannsson Kóði
25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is