Kaffi- og kaffivélframleiðandinn Keurig Green Mountain hyggst kaupa drykkjarvöruframleiðendann Dr. Pepper Snapple Group. Gangi kaupinn eftir verður til einn stærsti drykkjarvöruframleiðandi heims, en áætluð velta sameinaðs félags verður um 11 milljarða dollara að því er CNBC greinir frá .

Keurig Green Mountain lagði fram kauptilboð í 87% hlutafjár sem samþykkja þarf af hluthöfum. Eftir að tilkynnt var um kauptilboðið hækkaði hlutabréfaverð í Dr Pepper Snapple um 25%.

Þýska fjárfestingafélagið JAB keypti Keurig Green Mountain árið 2016. JAB á fjölda fyrirtækja sem sérhæfa sig í framleiðslu á kaffi og tengdum vörurm á borð við Panera, Caribou Coffee og Krispy Kreme.

Sameinað félag verður þó enn töluvert minna en PepsiCo sem seldi vörur fyrir 63 milljarða dollara 2016 og Coca-Cola sem seldi vörur fyrir 41 milljarði dollara sama ár.