Kögun hf. hefur samið við Straum Fjárfestingarbanka hf. um sölu og umsjón á 3,5 ma.kr. lokuðu skuldabréfaútboði á innlendum verðbréfamarkaði. Sölu bréfa er lokið. Um var að ræða verðtryggt vaxtagreiðslubréf til 7 ára, með 5,8% vöxtum sem greiðast einu sinni á ári en höfuðstóll að sjö árum liðnum. Skuldabréfin verða rafrænt skráð í Kauphöll Íslands hf.

Tilgangur skuldabréfaútboðsins var að afla fjár til frekari uppbyggingar og vaxtar Kögunar hf., þ.m.t. til að fjármagna kaup á hlutabréfum í Opnum Kerfum Group hf.