Kögun hf. hefur í dag stofnað eignarhaldsfélag um rekstur Opinna Kerfa Group hf og selt hluta þess til utanaðkomandi fjárfesta. Kögun hf. hefur í dag selt allan hlut sinn í Opnum Kerfum Group hf. til eignarhaldsfélagsins Opin Kerfi Group Holding ehf. Eigendur Opin Kerfi Group Holding ehf. eru auk Kögunar hf. Iða fjárfestingarfélag ehf. sem er í eigu Kaupfélags Eyfirðinga (KEA) og Straums Fjárfestingarbanka.

Salan er í samræmi við yfirlýsta stefnu Kögunar hf. sem fram kom við yfirtökuna á Opnum Kerfum Group hf. í október á síðasta ári. Þar var mörkuð sú stefna að sameina Skýrr hf. og Teymi ehf. undir móðurfélaginu Kögun hf. ásamt því að fá til liðs við félagið fleiri hluthafa sem styrkt geta áframhaldandi vöxt Opinna Kerfa Group. Kögun hf. verður áfram kjölfestufjárfestir í Opnum Kerfum Group Holding.

Fyrirtækjasvið Straums Fjárfestingarbanka var Kögun hf. til ráðgjafar við söluna.