Gosframleiðandinn heimsþekkti Coca-Cola hefur nú fengið svar dómstóla við beiðni sinni um vörmerkjaréttindi á nýrri hönnun kókflöskunnar - en svarið er nei.

Dómarar Evrópusambandsins dæmdu gegn því að veita merkjaverndina á þeim forsendum að kókflaskan væri ekki nógu einkennandi í útliti sem slík. Helstu rök gosrisans voru þau að neytendur myndu augljóslega sjá að breytingin væri sem náttúruleg þróun frá hinni gömlu og sígildu þróun.

Erfitt er að fá merkjavernd á slíkri hönnun, en fyrirtækið eða einstaklingurinn sem sækir um leyfið verður að sanna að merkið sé auðþekkjanlegt út frá löguninni einni.Coca-Cola íhugar nú hvort ráðlegt sé að gera aukalega atlögu að hönnuninni. Fréttastofa Bloomberg segir frá þessu.