Jóhann G. Arnarsson ætlar að flytja frá Bessastöðum þar sem hann hefur verið staðarhaldari í ein níu ár. Vinnutíminn er óreglulegur og bindingin nokkur þótt rólegt sé inn á milli. Frítt húsnæði fylgir og í auglýsingu sem forsetaembættið birti um helgina er tekið fram að æskilegt sé að sá/ sú sem vill taka við af Jóhanni búi á Bessastöðum. Þó nokkur fríðindi felast í því. Annars hefur staðarhaldari umsjón með húshaldi og viðburðum á forsetasetrinu, vinnur við móttöku, matseld og þrif og ræður fólk sér til aðstoðar. Nálægðin við heimili Ólafs Ragnars Grímssonar gerir það örugglega að verkum Örnólfur Thorsson mun bera ákvörðun sína um ráðningu undir forsetann.