Heimsneysla á kolum hefur farið hríðfallandi vegna þess hve ódýr tunnan af hráolíu varð á síðasta ári. Kolanotkun á heimsvísu féll um 1,8% á síðasta ári sem er mesta árslækkun síðan á sjötta áratug síðustu aldar. Bloomberg segir frá þessu.

Olíunotkun á annað borð jókst talsvert vegna þess hve ódýrt það var að kaupa hana inn. OECD telur að olíanotkun hafi aukist um 1,1% á síðasta ári en á síðustu tíu árum hefur olíunotkun á heimsísu farið minnkandi um rúma prósentu.

Eins og Viðskiptablaðið hefur fjallað ítarlega um hefur olíuverð farið stöðugt lækkandi síðasta árið. Það náði svo sínum lægsta punkti í rúm 20 ár í janúar þessa árs þegar það var um 28 Bandaríkjadalir á hverja tunnu, en hefur síðan þá hækkað í rúmlega 50 dali.