*

mánudagur, 17. júní 2019
Fólk 7. apríl 2016 15:50

Kolbeinn hættir hjá SFS

Kolbeinn Árnason hefur hætt sem framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi.

Ritstjórn
Aðsend mynd

Kolbeinn Árnason, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, hefur ákveðið að segja starfi sínu lausu og hverfa til annarra starfa á nýjum vettvangi. 

Kolbeinn leiddi sameiningu hagsmunasamtaka innan sjávarútvegsins og varð fyrsti framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi sem stofnuð voru 31. október 2014.

Kolbeinn er lögfræðingur að mennt. Hann starfaði um árabil í sjávarútvegsráðuneytinu sem skrifstofustjóri og síðar sem fulltrúi þess í Brussel. Hann var lögfræðingur hjá Kaupþingi og framkvæmdastjóri lögfræðisviðs slitastjórnar Kaupþings.

Jens Garðar Helgason, formaður Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, mun stýra skrifstofu samtakanna þar til nýr framkvæmdastjóri verður ráðinn.

25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is